Heitur kakódraumur með rommi

Heitt kakó með rommi, frábær drykkur á köldu vetrarkvöldi.
Heitt kakó með rommi, frábær drykkur á köldu vetrarkvöldi. mbl.is/Getty

Kaldir vetrardagar og kósíheit – það er blandan sem við óskum eftir. Á köldum dögum má sannarlega gera vel við sig yfir góðri ræmu og heitum drykk sem við kynnum hér til leiks. Hér er heitur kakódraumur með rommi. 

Heitur kakódraumur með rommi (fyrir 1)

  • 20 cl súkkulaðimjólk
  • 4 cl dökkt romm
  • 2 cl kaffisíróp (t.d. með súkkulaðibragði, eða karamellu)
  • Rjómi til skrauts
  • Súkkulaði til skrauts

Aðferð:

  1. Hitið súkkulaðimjólkina og síróp saman í potti.
  2. Þegar kakóið er orðið mátulega heitt skaltu hella því yfir í glas sem þolir hita.
  3. Bætið rommi saman við.
  4. Skreytið með rjóma og súkkulaðispænum.
mbl.is