Ómótstæðilegt einnar nætur gaman

Ilmkertið sem tekur þig með í eins konar „skynfæraferðalag“.
Ilmkertið sem tekur þig með í eins konar „skynfæraferðalag“. mbl.is/flamingcrap.com

One Night Standle – er nýjung fyrir þá sem sakna góðrar skemmtunar og einnar nætur gamans. Allt frá girnilegri máltíð, yfir í leigubílaferð úr bænum og latex.

Hér er um að ræða nýtt kerti sem tekur þig með í eins konar „skynfæraferðalag“ sem einhverjir tengja við áður en heimsfaraldurinn reið yfir. Um er að ræða ilmkerti sem skiptist í fjögur lög. Fyrsta lagið færir þér rjúkandi pítsailm, rétt eins og mörg góð stefnumót byrja á. Því næst tekur á móti þér ástaraldins-Martini-ilmur, en fast á eftir fylgir munúðarfull latex-angan. Og að lokum er það leigubílailmurinn sem leiðir þig heim, eða ómótstæðilegt einnar nætur gaman í gegnum kertailm heima í stofu. Því þarf ekki að fara langt til að upplifa góða kvöldstund heima fyrir. 

Það tekur þó um 30 tíma að brenna kertið niður, og því endist það mun lengur en eitt gott kvöld. Kertin eru öll framleidd úr vegan soya-vaxi og koma í endurunnum umbúðum. Þeir sem vilja kynna sér One Night Standle eitthvað nánar, geta nálgast kertið HÉR.

Það finnast mörg skemmtileg kerti á síðunni hjá Flamingcrap, sem …
Það finnast mörg skemmtileg kerti á síðunni hjá Flamingcrap, sem eru þekktir fyrir að ögra smávegis. mbl.is/flamingcrap.com
mbl.is