Blandan sem bjargar baðherberginu þínu

Heimatilbúin blanda í spreybrúsa er það sem þú þarft til …
Heimatilbúin blanda í spreybrúsa er það sem þú þarft til að þrífa baðherbergið. mbl.is/Pinterest

Hefur þig dreymt um áreynslulaus þrif á baðherberginu? Nú getur þú hætt að láta þig dreyma og þess í stað byrjað að njóta.

Þið munið eftir því þegar edikblandan endaði í brúsa á öðru hverju heimili landsins. Hér er um að ræða annars konar blöndu sem þykir hreint út sagt ótrúleg – og hún er heimatilbúin. Kona að nafni Chantel Mila deildi því nýverið á TikTok hvernig hún þrífur baðherbergið með þriggja efna blöndu sem hún býr til sjálf. Eða einn bolli af hvítu ediki saman við tvær matskeiðar af uppþvottalegi og nokkrum dropum af tea tree-olíu – öllu blandað saman í brúsa.

Hún byrjar á því að spreyja blöndunni yfir bað og flísar, sturtuvegg og vask og lætur standa í 10 mínútur. Eftir það strýkur hún létt yfir með svampi og skolar. Chantel segir blönduna fullkomna í þrif, því edikið sé náttúrlegur lyktareyðir og blettahreinsir á meðan uppþvottasápan sker sig í gegnum óhreinindi og sápuleifar – og að lokum er það tea tree-olían sem einnig er náttúrlegt efni og losar um mygluspor. En hún mælir með að hita edikið í smá stund í örbylgju áður en hún blandar öllum efnunum saman – það sé áhrifaríkara.

Chantel Mila deildi því nýverið á TikTok hvernig hún þrífur …
Chantel Mila deildi því nýverið á TikTok hvernig hún þrífur baðherbergið með þriggja efna blöndu sem hún býr til sjálf. Mbl.is/@Mama_Mila_
mbl.is