Fyrrverandi forsetafrú með matreiðsluþátt

Fyrrum forsetafrúin Michelle Obama, stýrir nú matreiðsluþætti á Netflix.
Fyrrum forsetafrúin Michelle Obama, stýrir nú matreiðsluþætti á Netflix. Mbl.is/celebrityinsider.org

Fyrrverandi forsetafrúin Michelle Obama hefur fengið nýtt hlutverk sem þáttastjórnandi í matreiðsluþáttum á Netflix – og meðstjórnendurnir eru frekar skrautlegir.

Frú Obama er ekki bara með sinn eigin þátt heldur stjórnar hún þættinum með tveimur dúkkum sem kallast Waffles og Mochi – ásamt fljúgandi innkaupakerru. Já, nú eru eflaust einhverjir lesendur undrandi, en til að útskýra frekar þá eru þættirnir tileinkaðir börnum. Þættirnir gerast í matvöruverslun þar sem verslunareigandinn, Michelle Obama, hjálpar dúkkunum að verða betri kokkar. Dúkkurnar ferðast um heiminn og heimsækja veitingahús og býli, til að læra um hráefni hvaðanæva úr heiminum  og ýmsir þjóðþekktir gestir líta inn. Þema þáttanna er í anda „Let's Move“-áætlunarinnar sem Obama stendur fyrir og miðar að því að berjast gegn vaxandi offituvanda á meðal barna og unglinga í Bandaríkjunum.

Frú Obama er ekki bara með sinn eigin þátt, heldur …
Frú Obama er ekki bara með sinn eigin þátt, heldur stjórnar hún þættinum með tveimur dúkkum sem kallast Waffles og Mochi – ásamt fljúgandi innkaupakerru. Mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert