Geggjaður fiskréttur með mexíkó-bragði

Ljósmynd/Norðanfiskur

Hér erum við með magnaða fiskuppskrift sem ætti að slá í gegn á flestum heimilium. Hér erum við að tala um Mexíkó-fiskrétt og ef það fær ekki hjartað til að slá hraðar þá vitum við ekki hvað. 

Gullkarfi með mexíkósku ívafi

  • 800 g gullkarfahnakkar
  • 1 stk. mexíkóostur
  • 250 ml rjómi
  • 1 teningur grænmetiskraftur
  • Maizena-kornsterkja
  • 10 stk. kirsuberjatómatar 
  • ½ rauðlaukur, sneiddur
  • 1 lúka ferskt kóríander
  • 2 lúkur tortilla-flögur 

Aðferð:

  1. Leggið fiskinn í eldfast form, saltið og piprið yfir.
  2. Skerið ostinn í teninga og setjið í pott, setjið vatn í pottinn sem fer yfir ostinn, sjóðið þar til osturinn hefur leyst upp.
  3. Bætið rjómanum og grænmetiskraftinum út í, fáið upp suðu aftur og þykkið örlítið með ljósum maizena-þykki.
  4. Hellið helmingnum af sósunni yfir fiskinn, skerið tómatana, laukinn og kóríander og dreifið yfir. Hellið restinni af sósunni yfir, myljið flögurnar og dreifið yfir.
  5. Eldið í 1820 mín. í 200°C heitum ofni. Gott er að setja fiskinn inn í mjúkar tortillur og bæta við sýrðum rjóma og salati.

Uppskrift: Oddur Smári Rafnsson / Fiskur í matinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert