Syndsamlega gott sveppapasta Sigga Pálma

Albert Eiríksson og Siggi Pálma.
Albert Eiríksson og Siggi Pálma. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Það er í raun dálítið sorglegt að ekki skulu veitt verðlaun fyrir fyrirsagnir í fjölmiðlum því við hér á Matarvefnum kæmum þar sterk inn eins og fyrirsögnin hér að ofan sannar bersýnilega. 

Hér erum við með pastauppskrift sem fengin var í matarboði sem okkur var ekki boðið í en hefðum svo sannarlega viljað vera. Meistari Albert Eiríks og föstukóngurinn og dagskrárgerðarmaðurinn Siggi Pálma gæddu sér á þessu góðgæti sem tekur fimm mínútur að útbúa ef útreikningar okkar eru réttir. 

Einfaldur og ljúfengur sveppapastaréttur

Einn poki Ravioli – Rana funghi porcini

  • 1 MS Villisveppakryddostur
  • 400 ml rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 pakki sveppir
  • ólífuolía til steikingar
  • 1/3 hvítlauksrif, fínt saxað
  • 1 msk. smjör
  • kóríander
  • Parmesan

Sósa
Setjið rjóma, mjólk og kryddost í pott og hitið á vægum hita þannig að osturinn bráðni. Saltið.

Steikið sveppi í ólífuolíu, bætið við hvítlauk, smjöri, salti og pipar.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni og sigtið. Blandið saman pasta, sósu og sveppum. Stráið fersku kóríander og parmesan yfir.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is