Eftirrétturinn sem er að gera allt vitlaust

Eftirréttur allra tíma er lentur á veraldarvefnum og þykir frábær …
Eftirréttur allra tíma er lentur á veraldarvefnum og þykir frábær hjá þeim sem hafa sæta tönn. Mbl.is/ TikTok/dontworryandy

Munið þið eftir frægu feta-pasta uppskriftinni sem fór eins og eldur um sinu á öllum netmiðlum hér heima og erlendis? Hér er samskonar uppskrift, nema í eftirréttaformi og þykir hreint út sagt geggjuð.

Ástralskir sælkerar hafa gert sína útgáfu af því heimsfræga TikTok pasta með fetakubbnum og tómötunum, nema hér er um sælkerakrás að ræða þar sem súkkulaði og sætindi koma í stað tómata, pasta og osts. Uppskriftin inniheldur einungis fjögur hráefni – Maltesers, sykurpúða, súkkulaði sýróp og poppkorn.

Aðferð:

  1. Settu poka af Maltesers í eldfast mót, ásamt handfylli af sykurpúðum.
  2. Hellið súkkulaðisósu yfir og setjið inn í ofn á 200° heitan ofn.
  3. Þegar súkkulaðið byrjar að bráðna og sykurpúðarnir að þenjast út, takið þá formið úr ofninum og bætið poppkorni saman við. Blandið öllu vel saman.
  4. Borðið með skeið eða látið harðna og brjótið þá í litla snakkbita.
Settu poka af Maltesers í eldfast mót, ásamt handfylli af …
Settu poka af Maltesers í eldfast mót, ásamt handfylli af sykurpúðum. Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
Hellið súkkulaðisósu yfir og setjið inn í ofn á 200° …
Hellið súkkulaðisósu yfir og setjið inn í ofn á 200° heitan ofn. Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
Þegar súkkulaðið byrjar að bráðna og sykurpúðarnir að þenjast út, …
Þegar súkkulaðið byrjar að bráðna og sykurpúðarnir að þenjast út, takið þá formið úr ofninum og bætið poppkorni saman við. Blandið öllu vel saman. Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
Berið fram með skeið eða látið kólna og brjótið í …
Berið fram með skeið eða látið kólna og brjótið í litla munnbita. Mbl.is/ TikTok/dontworryandy
mbl.is