Gordon Ramsay skipað að hægja á sér

Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.
Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay slasaðist á dögunum á hlaupum og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna rifins liðþófa. Það voru þó ekki einu fréttirnar sem kappinn fékk þann daginn því í samtali við breska tímaritið Hello greindi hann frá því að á röntgenmyndum hefðu læknarnir einnig séð gigt og gefið honum skýr fyrirmæli um að hægja á sér.

Ramsay segir þetta hafa verið töluvert áfall enda æfi hann af kappi og sé í afbragðs formi. Hann sé afskaplega meðvitaður um heilsu sína enda lést faðir hans einungis 53 ára úr hjartaáfalli en sjálfur er Ramsay 54 ára gamall.

Hello.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert