Græjan sem leysir vandann í eldhúsinu

Þessi litla hilla frá Joseph Joseph er mætt til að …
Þessi litla hilla frá Joseph Joseph er mætt til að leysa allan okkar vanda er varðar upprúlluðu heimilisvörurnar. mbl.is/JosephJoseph

Bökunarpappír, plastfilmur, álpappír og allt hitt sem er upprúllað og er aldrei til friðs í skúffunum – hér er græjan sem leysir allan þann vanda.

Það er þreytandi að upprúlluðu eldhúsvörurnar okkar séu oftar en ekki með smá vesen í skúffunum, ef svo má segja. Því einhvern veginn eru þær alltaf fyrir, og gott væri að geta nýtt plássið í annað. Þá kemur þessi nýja lausn inn í umræðuna og er sannarlega vel þegin til að leysa þennan litla/stóra vanda á mörgum heimilum. Það eru Joseph Joseph sem kynna splunkunýja vöru til leiks – eða litla hillu sem þú festir á aðra hillu inn í eldhússkápunum þínum og rennir álpappírnum, plastfilmunni og öllu hinu í rétta og aðgengilega röð. Algjör snilld að okkar mati – og má skoða nánar HÉR.

mbl.is/JosephJoseph
mbl.is