Stelur mat blindur og heyrnalaus

Curtis er aldraður english springer-spaniel hundur sem hefur margoft verið …
Curtis er aldraður english springer-spaniel hundur sem hefur margoft verið gómaður á myndavél, þar sem hann laumast inn í eldhús og stelur mat. Mbl.is/ Kennedy News and Media

Hann er blindur og heyrnalaus, en lætur það ekki stoppa sig í að hnupla mat. Þvi miður hefur hins vegar þessi 14 ára gamli hundur verið staðinn að verki – margsinnis.

Curtis er aldraður english springer-spaniel hundur sem hefur margoft verið gómaður á myndavél, þar sem hann laumast inn í eldhús og stelur mat. Sést hefur til hans taka kökur, hrifsa heilli pönnu af helluborðinu og jafnvel stungið sér ofan í töskur heimilisfólksins ef þar sé eitthvað matarkyns að finna. En hann á það til að fremja verknaðinn í skjóli næturs til að verða ekki nappaður, ef hann veit af góðgæti í eldhúsinu.

Hundurinn gengur núna undir nafninu ninja-hundur, sem þykir sérlega merkilegt þar sem Curtis er blindur og heyrnalaus og hefur verið síðustu fimm árin. Stuart, eigandi Curtis segir það tilgangslaust að vera reiður út í hundinn þar sem hann heyrir hvort eð er ekki neitt – og þau taka þessu með stökustu ró, og hafa gefist upp á að reyna siða hann til. Stuart segir þó að fjölskyldan geti ómögulega slakað á þegar hundurinn er inn í eldhúsi, því hann sé stanslaust að þefa og vesenast. Og ekki er óalgent að ein og ein steik hverfi af borðum þegar fjölskyldan grillar út í garði – og þau skilja ekki hvernig hann kemst nánast óséður framhjá þeim.

Hundspottið er því í sínum eigin heimi með nefskynið eitt að lofti og ekki hægt að álasa greyinu fyrir að vilja nota það mest og best – enda þurfum við öll að borða.

Mbl.is/ Kennedy News and Media
Mbl.is/ Kennedy News and Media
mbl.is