Laukskurðartrixið sem sagt er svínvirka

Við kunnum flest laukskurðartrix undir sólinni  allt frá því að hafa laukinn kaldan yfir í að fjárfesta í góðum sundgleraugum.

En kannski er til enn einfaldari lausn. Samkvæmt sérfræðingunum á tiktok er nóg að bleyta eldhúsrúllublað og hafa undir lauknum meðan hann er skorinn. Sýran í lauknum sem veldur grátnum sogast að vatni og í stað þess að fara í augun fer hún í eldhúspappírinn.

Þetta er sagt virka en við seljum það ekki dýrar en við keyptum. Spurning samt að prófa og skyldi eldhúspappírinn fara út um allt þegar laukurinn er skorinn?

@partyshirt

Onion hack? via @cerealeatingghost

♬ original sound - PARTY SHIRT
mbl.is