Pastagerðin býður upp á tik tok pastað um helgina

Pastagerðin er í Mathöllinni á Granda.
Pastagerðin er í Mathöllinni á Granda.

Við sögðum frá því á dögunum að vinsælasta pasta veraldar um þessar mundir er hið svokallaða tik tok pasta.

Svo miklar eru vinsældirnar að fetaostur er víða uppseldur út í heimi en engum sögum fer þó af söluaukningu hér á landi en salatostur frá Gott í matinn myndi passa best við uppskriftina.

Nú ætlar Pastagerðin, sem staðsett er í Mathöllinni út á Granda, að bjóða upp á þennan vinsæla rétt um helgina þannig að ef þið viljið gera vel við ykkur þá verður pastaveisla fyrir alla fjölskylduna út á Granda um helgina.

mbl.is