Tíu forkunnarfagrar borðstofur

Forstofur eru misstórar og geta verið allskonar - hér eru …
Forstofur eru misstórar og geta verið allskonar - hér eru nokkrar til innblásturs. mbl.is/Pinterest

Borðstofan er einn mikilvægasti samkomustaður heimilisins þar sem fjölskylda og vinir koma saman yfir mat og drykk. Því er full ástæða til að haga borðstofunni þannig að hún sé aðlaðandi og notaleg að vera í.

Þegar borðstofan er annars vegar er að mörgu að hyggja. Við þurfum að taka mið af borðstofuborðinu, hversu stórt á það að vera og stólarnir eru ekki síður mikilvægir – þeir verða að vera þægilegir að sitja í. Eins hvaða aðra innanstokksmuni við viljum hafa í kring, og hvaða litur á að vera á veggjunum! Það er að mörgu að huga og alls ekki auðvelt að klóra sig fram úr. Borðstofur eru misstórar og það er næstum augljóst að ef þú hefur rýmið, þá er stórt borð alltaf málið. Nú ef borðstofan er í minni kantinum ættirðu kannski að íhuga hringborð sem fylla ekki eins mikið og önnur sem eru ferköntuð.

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar myndir sem gætu veitt innblástur í borðstofupælingar, hvort sem þú vilt aðeins breyta til eða ert að fara að innrétta alveg frá grunni.

Langborð er frábært í stórum rýmum og rúmar marga gesti.
Langborð er frábært í stórum rýmum og rúmar marga gesti. mbl.is/Pinterest
Hringlaga borð henta vel í minni rýmum, en auðvelt er …
Hringlaga borð henta vel í minni rýmum, en auðvelt er að raða mörgum til borðs. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
Litaval á veggjum getur miklu breytt.
Litaval á veggjum getur miklu breytt. mbl.is/Pinterest
Hér er sófi upp við vegginn sem gefur hlýlega stofustemningu …
Hér er sófi upp við vegginn sem gefur hlýlega stofustemningu við borðstofuborðið. mbl.is/Pinterest
Skemmtlegt er að raða margskonar borðstofustólum við borðið.
Skemmtlegt er að raða margskonar borðstofustólum við borðið. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
Sniðugt er að nota bekk öðru megin við borðstofuborðið - …
Sniðugt er að nota bekk öðru megin við borðstofuborðið - það bæði léttir á ásýnd sem og nýtir plássið betur. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert