Chrissy Teigen opnar veitingastað

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Þær stórfregnir berast að vestan að sjálf Chrissy Teigen ætli að skella sér í veitingabransann með tilþrifum. Teigen birti mynd af sér inni í eldhúsi á ónefndum stað og sagðist vera að skoða eldhúsið með framtíðaráform í huga.

Staðsetningin er í hjarta Beverly Hills í Los Angeles og kúnnahópurinn verða allir vinir Chrissyar og svo auðvitað aðdáendur hennar. Ef maturinn verður ættaður úr Cravings-bókinni hennar má búast við tilgerðarlausum og bragðmiklum mat.

Ekkert hefur verið gefið upp um væntanlega opnun en við skulum gefa þessu nokkra mánuði.

Hér sést Chrissy í nýja eldhúsinu sem má muna sinn …
Hér sést Chrissy í nýja eldhúsinu sem má muna sinn fífil fegri en fær væntanlega verðskuldaða yfirhalningu.
Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend. Myndin er …
Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend. Myndin er tekin úr matreiðslubók Teigen, Cravings. Ljósmynd/Cravings
mbl.is