Ostafranskar með æðislegri sósu

Ketódrottningin Hanna Þóra á heiðurinn af þessari uppskrift sem ætti að gleðja einhverja en hér eru það ostafranskar ... hljómar eiginlega of gott til að vera satt!

Sjálf segir Hanna að þetta séu einfaldar og fljótlegar ostafranskar sem henti vel sem forréttur í matarboðið eða bara einar og sér þegar mann langar í eitthvað djúsí án kolvetna.

Ostafranskar með ljúffengri sósu – ketó

Ostafranskar

  • 1⁄2 stk. Grillostur frá Gott í matinn
  • olía, t.d. avókadó- eða ólífuolía
  • 2 tsk. paprikukrydd

Sósa

  • 2 msk. sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
  • 1 msk. trufflu-aioli
  • 4 stk. jalapeno-sneiðar í krukku

Aðferð

Skerið grillostinn niður í hæfilegar sneiðar og kryddið örlítið með paprikukryddi.

Steikið á pönnu á miðlungshita með olíu þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.

Blandið saman 36% sýrðum rjóma, trufflu-aioli og niðurskornu jalapenosneiðunum.

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir

mbl.is