Svona notar þú bleyju í húsverkin

Bleyjur eru víst til margs brúks - líka í heimilisþrifin.
Bleyjur eru víst til margs brúks - líka í heimilisþrifin. Mbl.is/howdoesshe.com

Það eru ekki bara borðtuskur og svampar sem nota má í heimilisþrifin, því svo virðist sem bleyjur séu að gera gott mót í þrifunum – þá sérstaklega hjá ungbarnafjölskyldum.  

Það er ekki auðvelt verk að þrífa þvottavélina, en það er verkefni sem þú ættir að setja ofarlega á tékklistann. Þú myndir ekki trúa hversu mikil óhreinindi safnast fyrir í vélinni og til að viðhalda henni sem best verður að þrífa hana vel.

Það getur reynst vandasamt að þrífa síuna sem liggur neðarlega eða alveg við gólfið. Illa lyktandi vökvi getur streymt út eftir að lokið hefur verið losað af og þá þarftu að vera viðbúinn. Og það er hér sem að bleyjan kemur til sögunnar  en kona nokkur deildi þessu húsráði á samfélagsmiðlum og fékk ótrúlegar viðtökur. Þú einfaldlega leggur bleyjuna á gólfið undir síuna áður en þú skrúfar lokið af og leyfir bleyjunni að drekka í sig allan vökvann sem sullast út. Eftir það er bleyjunni hent beint í tunnuna – gæti ekki verið einfaldara og hreinlætið í fyrirrúmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert