Lúxushótel með öllu inniföldu fyrir ferfætlinga

Lúxushótel hefur opnað fyrir hunda í Kaliforníu.
Lúxushótel hefur opnað fyrir hunda í Kaliforníu. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM

Fyrsta lúxushótel fyrir hunda hefur litið dagsins ljós og það býður upp á allt það sem okkur mannfólkið dreymir um og meira til.

Noble Dog Hotel er 58 herbergja hótel staðsett í Suður-Kaliforníu og býður upp á tvíbreið rúm, sjónvarp og herbergisþjónustu – og getur tekið á móti 100 gestum (hundum) yfir nótt. Eins er heilsulind á hótelinu sem býður upp á nudd og dekur, og bílstjóri sem ferjar voffana á milli með stæl. Hér kostar standard-herbergi um sjö þúsund krónur á meðan svíturnar eru á 11 þúsund krónur nóttin. Tvíbreiðu rúmin er að finna í svítunum ásamt næringarríkum mat sem samanstendur af eggjum, borgara og pönnukökum.

Öll herbergin eru búin myndavélum sem eigendur hundanna hafa aðgang að og geta fylgst með gæludýrinu sínu njóta lífsins allan sólarhringinn. Eigendur geta einnig stillt sjónvörpin í herbergjunum í gegnum netið og ráðið hvaða sjónvarpsefni þau vilji að voffinn horfi á.

Þessi einstaka upplifun kemur frá atvinnugolfara að nafni Jen Hannah, sem var ekki sátt við að skilja hundinn sinn eftir í venjulegri hundagæslu þegar hún hafði þörf fyrir pössun yfir nótt. Hún segir það mikilvægt fyrir hundaeigendur að geta fylgst með hundunum sínum á meðan þeir eru í burtu. Jen hefur plön um að opna annað hótel fljótlega þar sem vinsældirnar eru eftir því.

Hægt er að fá tvíbreið rúm í svítunum sem kosta …
Hægt er að fá tvíbreið rúm í svítunum sem kosta um 11 þúsund krónur nóttin. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Næringarríkur matur er á boðstólnum fyrir alla gesti hótelsins.
Næringarríkur matur er á boðstólnum fyrir alla gesti hótelsins. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Það er grínlaust heilsulind á hótelinu þar sem hundurinn þinn …
Það er grínlaust heilsulind á hótelinu þar sem hundurinn þinn getur fengið nudd. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
mbl.is