Dúndurplokkari sem fjölskyldan fellur fyrir

Ljósmynd/Norðanfiskur

Plokkfiskur er svo góður að það er leitun að öðru eins. Undirrituð veitt fátt skemmtilegra en að prófa nýjar útfærslur og þessi hér litar ekki mikið útfyrir en kjúklingakrafturinn gæti komið verulega á óvart og því verðum við að prófa.

Það er matreiðslumaðurinn Oddur Smári Rafnsson sem á heiðurinn af þessari uppskrift.

Dúndurplokkari sem fjölskyldan fellur fyrir

 • 800 g þorskur/ýsa
 • ½ laukur, skrældur og saxaður
 • ½ teningur kjúklingakraftur
 • 2 stk. lárviðarlauf
 • 50 g smjör
 • 300 g kartöflur, skrældar og skornar í teninga
 • ½ tsk. hvítur pipar
 • 1 tsk. salt
 • 3 msk. hveiti
 • 200 ml mjólk

Aðferð:

 1. Setjið fiskinn ásamt lauknum og lárviðarlaufunum í pott með köldu vatni og fáið upp suðu, takið síðan af hitanum og setjið til hliðar.
 2. Bræðið smjör og bætið hveitinu út í og hrærið vel saman. Hellið mjólkinni út í og setjið með 100 ml af vatninu sem fiskurinn stendur í.
 3. Bætið kjúklingakrafti, salti og pipar út í og fáið upp suðu eða þar til sósan er orðin vel þykk.
 4. Sigtið fiskinn (passa að hafa laukinn með) og bætið út í sósuna ásamt kartöflunum og blandið vel saman.
 5. Smakkið til með salti og pipar.
mbl.is