Enn ein fegurðin frá FORMER

Ný hilla frá Former og er hluti af vörulínunni VERA.
Ný hilla frá Former og er hluti af vörulínunni VERA. Mbl.is/Lára Björg Gunnarsdóttir

Íslenska hönnunartvíeykið Former, er að stimpla sig enn og aftur með fallegar vörur í eldhúsið – og við fáum ekki nóg.

Splunkuný hilla var að lenda í vefverslun Former, og þessi er með þeim flottari á markaðnum í dag. Í raun eru ekki margar hillur af þessum toga fáanlegar hér á landi, og hvað þá íslensk hönnun sem gleður okkur alltaf örlítið meira.

Hillan er hluti af vörulínunni VERA sem við áður höfum kynnt hér á vefnum. En þessi nýja dásemd er veggföst og er bæði með hillu og rekka til að hengja upp glös og bolla, nú eða annars konar eldhúsáhöld. Hillan er framleidd úr pólýhúðuðu stáli og með báruðu gleri í stærðinni 120 x 35 cm  stílhrein og ógurlega smart að okkar mati og fæst HÉR.

Stílhrein og glæsileg!
Stílhrein og glæsileg! Mbl.is/Lára Björg Gunnarsdóttir
mbl.is