Þrífur húsið heima hjá fyrrverandi

mbl.is/Shutterstock

Hvað myndi þér finnast um að fyrrverandi kærasta maka þíns kæmi heim og þrifi húsið á meðan þið væruð ekki heima? Svona atvik átti sér stað og allir mjög sáttir við verkið.

Hún heitir Auri Katariina og er frá Finnlandi – hún elskar að þrífa og þá sérstaklega heimili sem eru haugaskítug. Hún er með 1,8 milljón fylgjendur á TikTok þar sem hún sýnir alls kyns þrifráð og kallar sig þá bestu í þrifum í öllum heiminum. Hún býður sig oftar en ekki fram í sjálfboðastörf og þrif eru ein af þeim. Hún byrjaði að þrífa um fermingu og þreif mikið heima hjá fjölskyldu og vinum, en hver jól gaf hún þeim gjafakort upp á þrif í gjöf. Hún segir jafnframt að þegar hún hefur lokið við að þrífa heima hjá öðrum vilji hún hraða sér út, því þá sé hún orðin leið á heimilinu. Henni finnst einnig leiðinlegt að þrífa heima hjá sjálfri sér, því þar sé ekki nægilega óhreint.

Auri hefur til að mynda þrifið heimilið fyrir fyrrverandi kærasta sinn sem dvaldi á meðan í rómantísku ferðalagi með nýju kærustunni. Hún hefur einnig sýnt töfra sína á tinder-stefnumóti þar sem maðurinn (deitið hennar) tók atvikið upp á vídeó. Auri hefur fengið beiðnir frá fólki í Indlandi, Filippseyjum og Bandaríkjunum um að koma og þrífa húsin þeirra sem hún vonast til að geta gert í framtíðinni – að ferðast um og þrífa.

@aurikatariina

TINDER DATE TO MY TASTE: cleaning his entire house FOR FREE😍 Do you think im crazy? 🥺 #tinder #deepclean #cleaningtiktoks #scrubbingin #singlelife

♬ First Date - Erotica Chillout Players
Auri Katariina kemur frá Finnlandi og er hugfangin af þrifum.
Auri Katariina kemur frá Finnlandi og er hugfangin af þrifum. Mbl.is/ @aurikatariina/Jam Press
Mbl.is/ @aurikatariina/Jam Press
Mbl.is/ @aurikatariina/Jam Press
mbl.is