Trylltur súkkulaðibúðingur sem fær þig til að skæla smá

Ljósmynd/TM

Meistari Tobba Marínós kann að láta fólk fara að gráta og gott betur. Hér gerir hún það vopnuð sínu alræmda granóla frá Náttúrulega gott sem þykir algjört sælgæti (en er auðvitað snarhollt).

Tobba segir best að toppa búðinginn með sykurlausu granóla og ferskum jarðarberjum eða setja granólað í botninn og búðinginn í glas ef bera á hann fram sem eftirrétt. Svo má skella honum í box og taka með í nesti. Að auki sé hann sneisafullur af próteini, fitu og svo kemur granóla með kolvetni og alls kyns vítamín og steinefni sem keyra kroppinn og heilahvelið áfram.

„Ég nota auðvitað mitt eigið Granóla frá Náttúrulega gott en það má nota hvaða granóla sem er – lesið bara endilega utan á það og forðist öll aukaefni. Best er ef sykur, síróp eða annað slíkt er ekki í fyrstu fjórum sætunum á innihaldslýsingunni,“ segir Tobba og við munum leggja okkur fram við að fara eftir þeirri reglu í framtíðinni.

Trylltur súkkulaðibúðingur sem fær þig til að skæla smá 

  • 600 kaffi og vanilluskyr (rúmlega stór dolla)
  • 2 msk. kakó
  • 200 g rjómi þeyttur 
  • 1 msk. döðlusíróp (má sleppa)
  • Granóla án viðbætts sykurs – t.d. frá Náttúrulega gott
  • Fersk jarðarber 

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann, hrærið svo skyrinu og sírópinu saman við. 
  2. Toppið með granóla og berjum. 
Ljósmynd/TM
Ljósmynd/TM
mbl.is