Ólífuolíutrixið sem þú verður að kunna

Hið eina sanna ólífuolíu-trix er þetta hér!
Hið eina sanna ólífuolíu-trix er þetta hér! mbl.is/blog.myfitnesspal.com

Við virðumst læra öll bestu trixin í eldhúsinu á TikTok! Kennslustundir í matargerð og almennum húsráðum ráða þar ríkjum og þetta er eitt af þeim.

Þið kannist eflaust við að opna nýja flösku af ólífuolíu og olían rennur örlítið of hratt eða í of miklu magni – mun meira en við kærum okkur um. Þá kemur TikTok okkur til bjargar! Svo virðist sem litli plastflipinn sem við losum frá í flöskustútnum til að opna olíuflöskuna – við eigum að snúa honum við og leggja aftur í flöskuna. Tappinn hindrar hraða flæðið og við höfum betri stjórn á hversu mikilli olíu við viljum hella úr. Eina sem þú þarf að passa er að ýta flipanum ekki of fast aftur í flöskuna til að hann detti ekki ofan í.

Prófaðu að snúa flipanum við næst þegar þú kaupir ólífuolíu.
Prófaðu að snúa flipanum við næst þegar þú kaupir ólífuolíu. Mbl.is/TikTok/aditya_basnet
mbl.is