Súkkulaðibita kladdakaka með ólöglegu magni af súkkulaði

Ljósmynd/Linda Ben

Linda Ben á þessa uppskrift að súkkulaðibitaköku sem er svo sneisafull af góðgæti að það er leitun að öðru eins.

Súkkulaðibita kladdkaka

  • 240 g sykur
  • 160 g púðursykur
  • 4 egg
  • 180 g hveiti
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 160 g brætt smjör
  • 70 g Síríus-lakkrískurl
  • 90 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
  • 100 g saxað Síríus-suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfirhita.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
  3. Setjið sykur, púðursykur og egg í skál og þeytið þar til létt og ljóst.
  4. Bætið hveitinu og vanillusykrinum saman við og blandið saman.
  5. Hellið brædda smjörinu út í og blandið saman.
  6. Bætið út í hvítu súkkulaðidropunum, lakkrískurlinu og saxaða suðusúkkulaðinu, blandið saman.
  7. Setjið smjörpappír í 23 cm smelluform og hellið deiginu út í, bakið í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til endarnir eru bakaðir en kakan er enn þá vel blaut inni í.
  8. Setjið kökuna í kæli í u.þ.b. 2-3 klst. og leyfið kökunni að stirðna.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert