Borðstofuborðið sem fagurkerar elska

Borðstofuborðið sem þykir nútímalegt og einstaklega öðruvísi og skemmtilegt.
Borðstofuborðið sem þykir nútímalegt og einstaklega öðruvísi og skemmtilegt. Mbl.is/Bannach

Samkomustaður fjölskyldunnar borðstofuborðið getur verið af ýmsum toga – og þarf alls ekki að vera hefðbundið eins og þessi dásemd sem fagurkerar elska.

BANNACH er húsgagnamerki frá Berlín, stofnað af Moritz Bannach árið 2018. Vörumerkið framleiðir ótrúlega nútímaleg borðstofu- sem og ráðstefnuborð í vörulínu sem kallast UNO – en öll framleiðslan fer fram í Þýskalandi þar sem ótvíræð nútímahönnun og gæði ráða ríkjum.

Borðin eru samsett af tveimur krosslögðum borðfótum sem bera glæsilega borðplötu, en vörulínan er einkennandi fyrir fallegan skúlptúr með djarfri litasamsetningu. Og það er nákvæmlega það sem gerir vörurnar vinsælar og spennandi, því borðstofuborð af slíkum toga vekur athygli og verður sannarlega miðpunkturinn í rýminu. Enda þurfa borðstofuborð alls ekki alltaf að vera hefðbundin að lögun, stærð og lit. Áhugasamir geta nálgast BANNACH hjá versluninni SKEKK hér á landi.

Hver myndi ekki vilja sitja hér til borðs og njóta …
Hver myndi ekki vilja sitja hér til borðs og njóta matarins á bleiku skýi? Mbl.is/Bannach
Mbl.is/Bannach
Mbl.is/Bannach
Mbl.is/Bannach
Mbl.is/Bannach
mbl.is