Nýjungar fyrir páskana frá Kähler

Kähler hefur gefið út hvernig páskarnir munu vera hjá þeim …
Kähler hefur gefið út hvernig páskarnir munu vera hjá þeim þetta árið. Mbl.is/Kähler

Fyrstu merki um að vorið sé handan við hornið eru páskarnir – þegar allt lifnar við og sólin sést hátt á lofti. Á hverju ári færir Kähler okkur páskanýjungar, og þetta ár er engin undantekning.

Páskastellið frá danska húsbúnaðarframleiðandanum Kähler hefur notið vinsælda í gegnum árin, þar sem margir bíða eftir að geta bætt t.d. hangandi eggjum í safnið eða nýjum kökudiskum. Vörurnar prýða handmálaðar teikningar eftir Rikke Jacobsen sem eru yfirfærðar á hvítt postulínið. Ævintýralegir diskar, skálar og bollar, þar sem nýútsprungnar páskagreinar og fuglar skreyta leirtauið, eru á meðal þess sem við sjáum í vöruúrvalinu. Og við erum farin að hlakka til páskanna!

Nýju páskaeggin með handmáluðum teikningum eftir Rikke Jacobsen.
Nýju páskaeggin með handmáluðum teikningum eftir Rikke Jacobsen. Mbl.is/Kähler
Mbl.is/Kähler
mbl.is