Nýtt íslenskt granólamúslí

Ljósmynd/Aðsend

Kaja Organics hefur sett á markað nýtt granólamúslí sem á eflaust eftir að gleðja marga enda lífrænt og frábært eins og allt sem Kaja gerir.

Að sögn Karenar Jónsdóttur, konunnar á bak við Kaja Organics, er granólamúslíið það fyrsta í nýrri múslílínu frá fyrirtækinu en til stendur að koma með glútenlaust múslí og svo múslí með súkkulaðibragði á vordögum.

Kaja segir múslíið einstakt að gæðum enda séu lífrænir finnskir hafrar notaðir í grunninn og það sætt með ekta villiblómahunangi. Næst á dagskrá sé svo að fá lífrænt vottaða íslenska hafra svo hægt verði að bjóða upp á meira úrval af íslensku lífrænu. 

Granólamúslí fæst í Hagkaup, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Frú Laugu, Matarbúðinni og Gott og blessað.

mbl.is