Splunkunýtt matarstell frá Royal Copenhagen

Nýtt matarstell frá Royal Copenhagen er kallast Blueline.
Nýtt matarstell frá Royal Copenhagen er kallast Blueline. Mbl.is/Royal Copenhagen

Í annað sinn á einu og hálfu ári kynnir Royal Copenhagen splunkunýtt matarstell sem kallast „Blueline“.

Við könnumst við ýmislegt í nýja matarstellinu, því undirstaðan er oftast sú sama – hvítt postulín með riffluðum köntum og bláu munstri. Mjög fínleg handmáluð lína skreytir brúnirnar ásamt bláum stimpli sem sést efst á diskum og á botninum í bollum og skálum – allt í anda vörumerkisins. Nýju vörurnar eru stílhreinar með einföldu „pennastriki“ eða „blueline“, og má auðveldlega blanda stellinu saman við aðrar týpur frá Royal Copenhagen sem prýddar eru stórum blómamunstrum.

Stílhreint og einfalt í anda vörumerkisins.
Stílhreint og einfalt í anda vörumerkisins. Mbl.is/Royal Copenhagen
Mbl.is/Royal Copenhagen
Mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is