Svona er eldhúsið hjá Pamelu Anderson

Ljósmynd/Shade Degges/Tomer Fridman Group

Baywatch-gyðjan Pamela Anderson hyggst setja hús sitt á sölu í næstu viku og er um að ræða stórglæsilega eign sem fæstir hefðu á móti því að eiga.

Anderson giftist nýverið lífverði sínum og ætlar parið að skjóta rótum í Kanada, á búgarði sem amma Anderson átti. Þar hefur parið dvalið undanfarna mánuði og kann greinilega það vel við sig að þau eru tilbúin að skjóta rótum þar.

Í samtali við tímaritið People sagði Anderson að þetta væri nokkuð viðeigandi þar sem hún hefði alist upp á búgarðinum og yfirgefið hann í leit að frægð og frama. Nú sé hún hins vegar tilbúin til að koma aftur heim. Planið sé að skapa sjálfbæra paradís.

Hús Anderson á Malibu-ströndinni er stórglæsilegt og metið á tæpa tvo milljarða en hún hefur átt húsið í fimmtán ár. Eldhúsið er einstaklega bjart, stílhreint og fagurt og búið að nostra við hvert atrið.

Nánar er hægt að skoða hús Anderson HÉR.

Pamela Anderson giftist Dan Hayhurst á aðfangadagskvöld.
Pamela Anderson giftist Dan Hayhurst á aðfangadagskvöld. mbl.is/Galatta
mbl.is

Bloggað um fréttina