Fann leynileg skilaboð í eldhúsinu

Eldhúsið á myndinni tengist ekki fréttinni beint - en þessi …
Eldhúsið á myndinni tengist ekki fréttinni beint - en þessi fagra innrétting er þó frá eldhúsframleiðandanum Reform. mbl.is/Reform

Hugljúf skilaboð og lítil flaska af fínasta viskíi er það sem dúkkaði upp undir eldhúsinnréttingu sem verið var að skipta út.

Craig Harrigann deildi myndbandi á TikTok þar sem þessi óvænti fundur átti sér stað, en hann var að rífa niður gömlu eldhúsinnréttinguna á heimili sínu í Skotlandi er hann rakst á skilaboðin. Skrifað hafði verið á gólfið og lítil flaska af Glenkinchie-viskíi var fest við sökkulinn með sterku bandi. Skilaboðin hljóðuðu á þessa leið: „Jack and May lived here, three kids and a dog. Kitchen done up during April/May 2001. All the best, have a drink on us.“

Þegar Craig sá dagsetninguna á skilaboðunum fannst honum þau ekki vera það gömul þar til smiðurinn sem var að aðstoða hann við verkið sagðist ekki hafa verið fæddur á þessum tíma. Myndbandið hefur fengið gífurlegt áhorf þar sem fólk elskar svona óvænt skilaboð, og einhver sagðist fá aftur trú á heiminum.

@hooserice88

Carrying out essential work! Great find. Not sure I would drink it tbh. #fyp #drink #whisky #scotland #scottish #wrenkitchen #VideoSnapChallenge

♬ original sound - Craig Harrigann
Skilaboðin voru skrifuð á gólfið og flaskan fest við sökkulinn …
Skilaboðin voru skrifuð á gólfið og flaskan fest við sökkulinn með strapp-bandi. Mbl.is/Craig Harrigann
Lítil flaska af Glenkinchie viskí sem fyrrum húsráðendur buðu upp …
Lítil flaska af Glenkinchie viskí sem fyrrum húsráðendur buðu upp á. Mbl.is/Craig Harrigann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert