Lína Birgitta fékk sturlaða afmælisköku

Ljósmynd/Eva María

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær og héldu vinkonur hennar geggjaða veislu handa henni. Það sem vakti sjálfsagt mesta athygli var stórbrotin afmæliskaka sem bökuð var af sjálfri Evu Maríu Hallgrímsdóttur hjá Sætum syndum.

Kökuna mætti kalla óð til Línu en á henni var mynd af Línu í fallegu koparlituðu sykurmassapilsi en þemalitur kökunnar var brons. Eva María hefur verið mikill frumkvöðull í kökugerð hér á landi og þá ekki síst notkun sykurmassa. Línukakan kemst klárlega á lista yfir flottustu afmæliskölur sem sést hafa hér á landi sem og víðar.

Ljósmynd/Eva María
mbl.is