Djúsarnir sem lækna kvilla

mbl.is/thinkstockphotos

Ertu með hósta eða jafnvel mígreni? Það er hvimleitt að standa í veikindum og við viljum umfram allt að okkur líði vel. Hér eru djúsar sem slá á þessa leiðindakvilla.

Ananasdjús við hósta

Þótt ótrúlegt megi virðast getur ananassafi hjálpað þér að lina hósta. Prófaðu næst að drekka ananasdjús þegar þú færð óþægilegan hósta og líður illa.

Vínberjadjús við mígreni

Ef þú færð slæm mígrenisköst skaltu prófa vínberjadjús. Samkvæmt Health & Healthy Living er ávaxtasafinn fullur af ríbóflavíni og B12 sem hjálpa til við að lina eða koma í veg fyrir þessi heiftarlegu höfuðverkjaköst. Ríbóflavín er einkennt sem vítamín B-2 og er líkamanum nauðsynlegt.

mbl.is