Burger King gerir allt vitlaust með óviðeigandi ummælum

Burger King setti innleg á Twitter og það ætlaði allt …
Burger King setti innleg á Twitter og það ætlaði allt um koll að keyra. Mbl.is/Twitter/Reuters

Skyndibitarisinn Burger King hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sem féllu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Burger King setti innlegg á Twitter þar sem segir: „Konur eiga heima í eldhúsinu“ – og það ætlaði allt um koll að keyra í ummælum við færsluna. Þeir bættu síðan við eftirfarandi orðum neðar í þræðinum; „ef þær vilja það, það er að segja. Aðeins 20% af þeim sem starfa í eldhúsum okkar eru konur, og við erum með þá stefnu að jafna út kynjamismuninn í veitingageiranum með því að styrkja kvenkyns starfsmenn til tækifæra í að starfa í matreiðsluheiminum. Við erum stolt af því að segja frá nýjum námsstyrkjum fyrir kvenkyns starfsmenn Burger King, sem vilja elta eldamennskudraumana sína,“ segir Burger King á Twitter.

Þó að fyrsta tístinu hafi verið ætlað að fanga athygli fólks á samfélagsmiðlum hafa notendur Twitter sakað fyrirtækið um slæma markaðssetningu á degi sem ætlaður er til að fagna félagslegum, efahagslegum, menningarlegum og pólitískum árangri kvenna um allan heim. Margir aðrir halda því fram að markaðssetningin hafi verið hárrétt – þeir fönguðu athygli fólks um heim allan.

Mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert