Konunglegu nautasteikurnar loksins væntanlegar til landsins

Ljósmynd/Danish Crown

Íslenskir neytendur geta frá og með fimmtudeginum fengið rib-eye, nautalund og New York Strip-steik frá Danish Crown í verslunum Hagkaups.

Unnendur nautakjöts þekkja þessar þrjár steikur sem allar eru bestar, hver á sinn hátt. Rib-eye og nautalund hafa lengi notið vinsælda á Íslandi en nú bætist New York Strip í hóp þeirra: Frábær, jafnþykk sneið sem margir kannast við sem stærri hlutann af T-bone-steik og er auðvelt að elda fullkomlega.

Danish Crown í Danmörku er stærsti kjötframleiðandi Evrópu og vinnur hágæðakjötvörur með hámarksgæði sem þykja einstakar að gæðum. Í krafti stærðar sinnar og strangra staðla við framleiðsluna getur fyrirtækið boðið bæði meiri og jafnari vörugæði en flestir aðrir framleiðendur.

Nú eru úrvalsnautasteikur frá Danish Crown loks fáanlegar í neytendaumbúðum hérlendis. Nautakjötið þeirra hefur haft yfir sér þjóðsagnakenndan blæ meðal íslenskra sælkera og ekki að ástæðulausu. Allt kjötið er sérvalið og fullmeyrnað við bestu mögulegar aðstæður. Það er algerlega ferskt og hefur aldrei frosið og það hefur vitaskuld úrslitaáhrif á gæði vörunnar.

Nautasteikurnar frá Danish Crown eru fáanlegar á Dönskum dögum í Hagkaup og eru allir nautakjötsunnendur hvattir til að prófa þessar fersku og frábæru steikur meðan tækifæri gefst.

Ljósmynd/Danish Crown
mbl.is