Þú munt alltaf loka klósettinu eftir þetta

Margur myndi halda að hér væri um stórkostlega flugeldasýningu að …
Margur myndi halda að hér væri um stórkostlega flugeldasýningu að ræða - en svo er ekki raunin. Mbl.is/Jonathan Knowles/SWNS

Leggur þú setuna niður áður en þú sturtar niður? Hvort heldur sem er, þá verður þú að vita þetta hér.

Við höfum áður minnst á mikilvægi þess að loka klósettinu áður en sturtað er niður en aldrei séð þetta almennilega fyrir okkur, hvað gerist í raun og veru ef við gerum það ekki. Þá koma þessar myndir til sögunnar.

Þessar ótrúlegu myndir sýna okkur hvernig bakteríurnar skjótast upp úr postulínsskálinni ef þú lokar ekki áður en þú sturtar. Í hvert sinn sem þú sturtar niður myndast örsmáir úðadropar sem innihalda bakteríur og jafnvel vírusa og geta mengað yfirborðið í allt að sex metra fjarlægð. Þessar myndir voru teknar með háhraðamyndavélum sem fanga hvern einasta dropa og agnir sem skjótast upp á yfirborðið, og við fyrstu sýn mætti halda að litríkar eldgosamyndir væru á ferðinni.

En það sem lítur út eins og flugeldar á myndunum eru í raun úðadropar sem þjóta um andrúmsloftið. Talað er um að klósettvatn sé „mengað“ í nokkrar skolanir eftir að það hefur orðið fyrir skaðlegri sýkingu. Og þessir hugsanlegu menguðu dropar geta flogið yfir á annað yfirborð baðherbergisins og jafnvel á andlit fólks. Og snerti maður yfirborðið getur maður smitast ef maður snertir beint á eftir nef eða munn. Það þarf ekkert að útskýra þetta neitt frekar fyrir okkur, við setjum alltaf setuna niður og munum klárlega halda því áfram eftir þetta.

Myndirnar hér fyrir neðan sýna hvernig klósettvatnið skvettist í úðaformi …
Myndirnar hér fyrir neðan sýna hvernig klósettvatnið skvettist í úðaformi í allt að sex metra radíus, ef þú lokar ekki setunni. Mbl.is/Jonathan Knowles/SWNS
Mbl.is/Jonathan Knowles/SWNS
Mbl.is/Jonathan Knowles/SWNS
Mbl.is/Jonathan Knowles/SWNS
mbl.is