Við erum að skera lauk kolvitlaust

Hvernig finnst þér best að skera lauk? Þessi aðferð er …
Hvernig finnst þér best að skera lauk? Þessi aðferð er algjör snilld. mbl.is/

Ekki er nóg með að það að skera lauk fái okkur til að skæla heldur höfum við verið að skera laukinn kolvitlaust ef marka má nýjustu fréttir.

Við ættum alls ekki að standa of lengi við skurðarbrettið með laukinn í höndunum. Kona nokkur sýndi myndband af því hvernig einfaldasta og fljótlegasta leiðin væri til að skera lauk – en við höfum farið allt öðruvísi að í gegnum árin.

Byrjið á að skera endann af öðrum megin og takið ysta lagið af lauknum. Látið hann því næst standa á flata endanum (og passið að hinn endinn sé ennþá með rótunum). Skerið síðan niður á við, sirka 1 cm frá toppnum og niður í gegnum laukinn. Setjið laukinn á hliðina og skerið því næst í þunnar sneiðar – og þá mun laukurinn saxast niður í litla bita. Algjör snilld, og verður klárlega prófað við næstu matargerð.  

Hægt er að sjá nánar um málið í myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is