Svona færðu rúmið til að ilma dásamlega

Fátt jafnast á við góðan nætursvefn og góðan ilm.
Fátt jafnast á við góðan nætursvefn og góðan ilm. mbl.is/

Það jafnast fátt á við hrein rúmföt og góðan nætursvefn. En hvernig hljómar að sofna uppi í rúmi sem ilmar dásamlega? Hér er trixið sem þú munt alltaf vilja nota á rúmdýnuna þína eftir þetta.

Svona færðu rúmdýnuna til að ilma - skref fyrir skref

  • Byrjið á því að taka allt af rúminu og ryksugið dýnuna.
  • Blandið saman ilmolíu og matarsóda, en passið að blandan sé alltaf þurr og verði ekki klesst.
  • Dreifið blöndunni yfir rúmdýnuna og látið standa í nokkra klukkutíma.
  • Ryksugið aftur dýnuna og setjið hreint lak á.
  • Góða nótt!
mbl.is