Íslenskt bygg í sætabrauðsbakstur

Lummuterta – bakið lummurnar á stærð við íslenskar pönnukökur. Smyrjið …
Lummuterta – bakið lummurnar á stærð við íslenskar pönnukökur. Smyrjið með súkkulaði og góðri sultu, raðið upp í tertu og skreytið með þeyttum rjóma og berjum. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir

Í Vallanesi á Fljótsdalshéraði kemur íslenskt lífrænt ræktað bygg, þar á meðal Bankabygg sem margir þekkja. Það eru hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir sem rækta og vinna bygg í ýmsum útfærslum undir vörumerkinu Móðir Jörð og finna má í fjölda verslana. Byggmjöl er þar á meðal sem hentar í allan bakstur.

Á býlinu er rekið veitingahús á sumrin sem þau kalla Asparhúsið sem byggt er nær alfarið úr timbri úr skógrækt staðarins. Húsið er staðsett í hjarta ræktunarinnar og þar njóta menn afurðanna á meðan horft er yfir akra og skjólbelti. Morgunverðarborðið og sætabrauðsbakstur staðarins inniheldur að sjálfsögðu bygg, sem þau hjónin benda á að sé hollt og gott heilkorn, ríkt af flóknum kolvetnum og góðum trefjum t.d. beta-glúkönum en dagleg neysla þeirra er talin draga úr líkum á hjartasjúkdómum.

Matseldin í Vallanesi er heilsusamleg og litrík enda ekki langt að sækja hráefnið – ber, blóm og annað lystaukandi sem fangar einnig augað. Þar er einnig boðið upp á vegan lummur en húsuppskriftina má fá tilbúna í pakka og er vökva bætt við eftir smekk. Til að gera vegan lummur er best að blanda jurtamjólk (byggmjólk – eða haframjólk) saman við samkvæmt uppskrift aftan á pakkanum, og vel af íslenskri repjuolíu og hræra vel.  Repjuolían hentar vel til að steikja lummurnar því hún er hitaþolin og ein af þeim ákjósanlegustu fyrir hjarta og æðakerfið. Lummuuppskrift Móður Jarðar inniheldur að sjálfsögðu rúsínur, því annars mætti ekki kalla þær lummur, er það nokkuð?

Lummur er hægt að útfæra bæði sem sætabrauð eða gera matarlega útgáfu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Lummuturn – hver segir að lummur þurfi alltaf að vera láréttar?
  • Lummuterta – bakið lummurnar á stærð við íslenskar pönnukökur. Smyrjið með súkkulaði og góðri sultu, raðið upp í tertu og skreytið með þeyttum rjóma og berjum.
  • Matarleg útgáfa af lummum fyrir brunch-inn, með hlynsírópi, beikoni og spældu eggi.
Lummur að hætti Móður Jarðar.
Lummur að hætti Móður Jarðar. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Matarleg útgáfa af lummum fyrir brunch-inn, með hlynsírópi, beikoni og …
Matarleg útgáfa af lummum fyrir brunch-inn, með hlynsírópi, beikoni og spældu eggi. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Lummuturn – hver segir að lummur þurfi alltaf að vera …
Lummuturn – hver segir að lummur þurfi alltaf að vera láréttar? Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Á býlinu er rekið veitingahús á sumrin sem þau kalla …
Á býlinu er rekið veitingahús á sumrin sem þau kalla Asparhúsið sem byggt er nær alfarið úr timbri úr skógrækt staðarins. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert