Þrífur flísarnar með klósetthreinsi

Nýjustu fréttir í húsráðum er að við getum þrifið flísafúgurnar …
Nýjustu fréttir í húsráðum er að við getum þrifið flísafúgurnar með klósetthreinsi. mbl.is/

Bandaríska leikkonan Savannah Meyer deildi með aðdáendum sínum hvernig hún þrífur gólfflísarnar á undraverðan hátt – með klósetthreinsi einum saman.

Savannah setti myndskeið inn á TikTok og sýnir hvernig hún hellir nokkrum dropum af klósetthreinsi á flísafúgurnar, síðan dreifir hún úr efninu og lætur standa í 5-10 mínútur til að leyfa efninu að vinna. Því næst skrúbbar hún með gömlum uppþvottabursta. Hún sagðist nota klósetthreinsinn til að ná upp mesta skítnum, en hún mælir alls ekki með því að þrífa alltaf með efninu þar sem hreinsirinn er frekar sterkt efni. Eins vill hún minna fólk á að nota hanska í verkið. Einn aðdáandi skrifaði ummæli og sagðist hafa prófað þetta heima hjá sér, og það virkaði fullkomlega. Það verður að segjast að við elskum öll þessi frábæru húsráð sem fljóta um í TikTok-heiminum.

Ótrúleg breyting á fúgunum.
Ótrúleg breyting á fúgunum. Mbl.is/@savannahjmeyer
mbl.is