Stórbrotið eldhús í skíðakofa Toms Cruise

Ljósmynd/Sotheby´s

Það eru til skíðakofar og svo eru til SKÍÐAKOFAR eins og þessi hér í Coloradoríki í Bandaríkjunum sem er í eigu Toms Cruise.

Hann hyggst hins vegar losa sig við herlegheitin og hefur því sett kofann á sölu. Ásett verð er um fimm milljarðar króna en eignin er hin glæsilegasta og eldhúsið nánast yfirliðsvaldandi. Átta svefnherbergi og gríðarleg kósíheit eru þemað í bústaðnum sem hægt er að skoða nánar HÉR.

Ljósmynd/Sotheby´s
Ljósmynd/Sotheby´s
Ljósmynd/Sotheby´s
mbl.is