Ný rjóma- og koníakslöguð sveppasúpa frá 1944

Ljósmynd/Aðsend

Þau tíðindi berast úr herbúðum 1944 að komin sé á markað ný rjóma- og koníakslöguð sveppasúpa. Er súpan gerð úr íslenskum sveppum en í fréttatilkynningu segir að mikill metnaður hafi verið lagður í uppskriftina og þyki súpan einstaklega vel heppnuð. Bæði mjúk og matarmikil auk þess að vera afar ljúffeng.

Súpan er hægelduð við 80°C lágan hita sem tryggir að vítamín og næringarefni halda sér.

Súpan, sem er í 1 kg umbúðum, nægir sem máltíð fyrir 3-4 en sómir sér líka vel sem forréttur.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is