Pasta carbonara sem klikkar ekki

Ljósmynd/Colourbox

Stundum þarf maður bara gott pasta og þá er eins gott að hafa góða uppskrift að carbonara við höndina. Þessi hér er einmitt ein þeirra uppskrifta sem klikka ekki ... njótið vel.

Einfalt carbonara

 • 3 tsk. gott sjávarsalt
 • 120 g guanciale, pancetta eða beikon
 • 60 g parmesanostur
 • 4 stórar eggjarauður
 • 2 stór egg
 • ferskur svartur pipar
 • 2 msk. Olio Nitti-ólífuolía
 • 450 g spaghetti, bucatini eða rigatoni

Aðferð:

 1. Hitið vatn í potti. Þegar vatnið er farið að hitna skal setja saltið saman við það og lokið á. Með þessum hætti kemur suðan hraðar upp. 
 2. Skerið kjötið í litla bita og rífið ostinn niður.
 3. Pískið saman eggjarauður og egg. Blandið ostinum saman við, pískið og piprið vel. 
 4. Hitið olíu á pönnu eða góðum steypujárnspotti. Steikið kjötið uns það er orðið stökkt á hliðunum eða í 7-10 mínútur. 
 5. Takið pönnuna/pottinn af eldavélinni og fiskið kjötið upp úr og setjið í litla skál. Hellið fitunni í mæliskál og setjið um það bil 3 matskeiðar af henni aftur í pottinn. Hendið afgangnum. 
 6. Sjóðið pastað og þegar um tvær mínútur eru eftir af suðutíma skal taka um 200 ml af vatni úr pottinum í steypujárnspottinn. Látið suðuna koma upp.
 7. Á sama tíma skal sigta pastað og setja út í steypujárnspottinn.
 8. Blandið smá af soðinu saman við eggjablönduna og hellið henni rólega í steypujárnspottinn og hrærið reglulega í þar til osturinn hefur bráðnað og eggin eru orðin að þykkri sósu. Þynnið sósuna með afgangs soði ef þarf og saltið eftir smekk.  
 9. Berið fram og rífið parmesanost yfir.
mbl.is