Algeng mistök við hönnun eldhúss

Eldhúsið hjá Maríu Gomez á Paz.is er einstaklega vel heppnað.
Eldhúsið hjá Maríu Gomez á Paz.is er einstaklega vel heppnað. Ljósmynd/María Gomez

Að hanna eldhús er ekki á allra færi og margir sem gera misstök sem verða til þess að eldhúsið virkar ekki sem skyldi.

Við hönnun eldhúss eru nokkur grunnatriði sem ber að hafa í huga:

  • Skipulagið þarf að vera gott
  • Geymslurýmið þarf að vera nægt
  • Vinnuplássið þarf að vera eins mikið og kostur er
  • Lýsingin þarf að vera góð
  • Eldhúsið þarf að taka mið af þörfum þínum

Alltof margir klikka á þessum atriðum og einbeita sér fremur að því að fylla fyrirframskilgreint rými af skápum og tilheyrandi.

Sé þess kostur ættir þú alltaf að hanna eldhús í samráði við fagmann og þá ekki síst með lýsingu og skipulag í huga. Praktísk atriði eins og innstungur og annað ætti líka að fara vel yfir og efnisval skiptir miklu máli  ekki síst upp á hversu vel eldhúsið eldist. Óvönduð efni eyðileggjast fyrr og þá þarf oft að leggja út í mikinn kostnað sem hefði verið hægt að komast hjá.

Síðast en ekki síst skiptir miklu máli að hugsa eldhúsið vel áður en ákvörðun er tekin. Hvernig hirslur vantar þig og hvernig lausnir henta þér?

Eldhúsið hjá Ragnari Frey Ingvarssyni er klæðskerasniðið að hans þörfum.
Eldhúsið hjá Ragnari Frey Ingvarssyni er klæðskerasniðið að hans þörfum. Eggert Jóhannesson
Smekklegt og fallegt eldhús frá HTH. Bleiki veggurinn og efnisvalið …
Smekklegt og fallegt eldhús frá HTH. Bleiki veggurinn og efnisvalið í innréttingum og tækjum, er að tala saman. mbl.is/hth-kitchen.com
Eldhús með litum og fjöri! En hér má glögglega sjá …
Eldhús með litum og fjöri! En hér má glögglega sjá hvernig innréttingin teygir sig upp eftir veggnum vinstra megin á myndinni. mbl.is/FRENCH+TYE
Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur …
Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur marmari kallast á. Ljósmynd/Fiona Lynch
Hversu tryllt eldhús! Grænu tónarnir eru magnaðir.
Hversu tryllt eldhús! Grænu tónarnir eru magnaðir. mbl.is/Ricardo Loureiro
Hér er dæmi um forkunnarfagurt og sjúklega vel heppnað eldhús …
Hér er dæmi um forkunnarfagurt og sjúklega vel heppnað eldhús sem innanhúsarkítektinn Hanna Stína hannaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert