BBQ kjúklinga fajitas sem ærir bragðlaukana

Ljósmynd/Old El Paso

Allir dagar ættu að vera mexíkóskir dagar! Slík matargerð er einstaklega vinsæl hér á landi auk þess sem hún er fremur þægileg, bragðgóð og allir virðast elska hana. Hér er ein geggjuð uppskrift sem við getum ekki beðið eftir að prófa.

BBQ kjúklinga fajitas

 • 1 msk. jurtaolía
 • 1 stór laukur, sneiddur
 • 1 stór rauð paprika, sneidd
 • 1 stór græn paprika, sneidd
 • 400 g eldaður kjúklingur, í strimlum
 • 1 pakki (35 g) Old El Paso™ Smoky BBQ Seasoning Mix for Fajitas
 • 120 g barbecue-sósa
 • 1 pakki (326 g) Old El Paso™ Super Soft Regular Flour Tortillas, hitaðar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum

Aðferð:

 1. Hitið olíuna á stórri pönnu sem ekki festist við. Bætið lauknum og paprikunni á pönnuna og eldið í 5 til 10 mínútur á meðalháum/háum hita þar til það mýkist og verður gullinbrúnt. Hrærið kjúklingnum og fajita-kryddinu saman við og eldið í 2 mínútur til viðbótar, hrærið í á meðan.
 2. Hellið barbecue-sósunni saman við og eldið í 2 til 3 mínútur eða þar til allt er heitt í gegn.
 3. Berið kjúklinginn og grænmetið fram í tortillum með úrvali af ykkar uppáhaldsmeðlæti.
 4. Það er frábært að bjóða upp á fajita með meðlæti. Sniðugt er að nota salat, jalapeño-pipar, límónu og vorlauk.
 5. Berðu fajita fram með rifnum þroskuðum cheddar-osti.
mbl.is