Uppþvottavélatrixið sem leysir vandann

Uppþvottavél er frábært heimilistæki!
Uppþvottavél er frábært heimilistæki! Mbl.is/Getty images

Rétt' upp hönd sem kannast við að hlutir velti á hliðina í uppþvottavélinni – svo skálar og önnur ílát verða full af skítugu vatni. Þetta er ekki lengur vandamál ef marka má snillingana þarna úti.

Já, hvar værum við ef við hefðum ekki alla þessa samfélagsmiðla sem varpa stórum sem smáum hugmyndum og góðum ráðum úr eldhúsinu. Uppþvottavélin er eitt besta heimilistækið og sparar okkur heilmikinn tíma í uppvask. Það er þó einn hængur á, því skálar, bollar og önnur ílát eiga það til að flippast yfir á hina hliðina og eru kjaftfull af óhreinu vatni þegar við opnum vélina eftir þvott.

Þökk sé snjallri húsmóður í Ástralíu, þá setur hún uppþvottagrind ofan á leirtau og annað til að halda hlutunum í skefjum. Almenningur dásamaði þessa hugmynd í athugasemdum og sögðust margir hafa sett ofngrindur og kökugrindur ofan á og þannig slegið tvær flugur í einu höggi með að þrífa þær í leiðinni. Stórsnjallt ekki satt!

Þetta er lausnin við því er skálar og önnur ílát, …
Þetta er lausnin við því er skálar og önnur ílát, velti sér í uppþvottavélinni. Mbl.is/ Facebook
mbl.is