Opna tvo nýja veitingastaði þar sem Skelfiskmarkaðurinn var

mbl.is/Valgarður Gíslason

Þau stórtíðindi berast úr veitingageiranum að búið sé að selja húsnæðið sem Skelfiskmarkaðurinn var í og búið sé að leigja það út til fjögurra reynslubolta sem hyggjast opna þar tvo veitingastaði í sumar.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að félag á vegum Arnars Þórs Gíslasonar, Andra Björnssonar, Loga Helgasonar og Óla Más Ólasonar hafi tekið fasteignina að Klapparstíg 28-30 á leigu með það fyrir augum að opna veitingastaði.

Ljóst er að staðirnir eiga eftir að verða mikil lyftistöng fyrir miðbæinn sem á væntanlega eftir að iða af lífi í sumar og mun Hjartagarðurinn þar væntanlega leika stórt hlutverk.

mbl.is