Svívirðilega gott kjúklingasalat með burrata osti

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er geggjað salat að hætti Lindu Ben sem tekur nákvæmlega 8 mínútur að búa til og er í senn hollt og geigvænlega bragðgott.

Kjúklingasalat með ferskum berjum og burrata osti

  • salat blanda
  • 2 stk. foreldaðar kjúklingabringur
  • 3-4 stk. sneiðar hráskinka
  • 1-2 dl hindber
  • 2 msk. furuhnetur
  • burrata

Aðferð:

  1. Skolið salatið og hindberin og þerrið vel.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í bita og rífið hráskinkuna niður.
  3. Dreifið öllum innihaldsefnunum saman á bakka. Opnið burrata ostinn og berið hann fram ofan á salatinu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is