Íslenskir postulínsbollar vekja athygli

Litlu hlutir lífsins fást í Kaolin á Skólavörðustíg.
Litlu hlutir lífsins fást í Kaolin á Skólavörðustíg. Mbl.is/Kaolin.is

Litlir postulínsbollar hafa vakið athygli hjá landanum, þar sem skemmtileg skilaboð leynast með í hverjum sopa. En bollarnir eru framleiddir undir nafninu „Litlu hlutir lífsins“.

Það er keramíkerinn Valdís Ólafsdóttir sem stendur á bak við Litlu hluti lífsins, en hún vinnur mest með postulín sem hún steypir í gifsmót og heillast mikið af áferðum og mynstri í verkum sínum. Eins sker hún út óreglulegt ‘diamond cut’-mynstur og notar litaðar sápukúlur sem hún blæs á postulínið.

En það eru litlu kaffibollarnir hennar Valdísar sem landsmenn hafa sóst eftir og það ekki að ástæðulausu – þeir eru æðislegir. Bollarnir eru hluti af vörulínu sem kallast Jaki og geyma falleg skilaboð sem minna mann á að njóta litlu hlutanna í lífinu.

Vinsælustu setningar síðustu ára prýða bollana og munu mögulega fleiri bætast við seinna. Þær setningar sem hægt er að velja um eru „Lífið er núna – Muna að njóta – Kærleikssopi – Ljúfa líf”. Hver hlutur er handskorinn svo engir tveir eru fullkomlega eins. Bollarnir eru 8 cm á hæð og rúma u.þ.b. 2 dl af vökva. Bollarnir eru fáanlegir hjá KAOLIN gallerí á Skólavörðustíg 5, þar sem íslenskir listamenn selja handverk sín undir sama þaki.

Bollarnir geyma lítil skilaboð í hverjum sopa.
Bollarnir geyma lítil skilaboð í hverjum sopa. Mbl.is/Kaolin.is
Það er keramíkerinn Valdís Ólafsdóttir sem stendur á bak við …
Það er keramíkerinn Valdís Ólafsdóttir sem stendur á bak við Litlu hluti lífsins. Mbl.is/Kaolin.is
mbl.is