Snilldarleið til að hengja upp föt

Hér bjóðum við upp á húsráð, hvernig best sé að …
Hér bjóðum við upp á húsráð, hvernig best sé að hengja upp þvottinn á undraverðum tíma. Mbl.is/kreatifbiri.com

Enn eitt dásemdarhúsráðið sem við færum ykkur hér á Matarvefnum og að þessu sinni fáum við að sjá hvernig við getum hengt upp hreinan þvott á afar snögglegan máta.

Þetta húsráð nær vonandi til allra sem glíma við botnlausar þvottakörfur og þeirra sem finnst afar leiðinlegt að hengja föt upp á herðatré. Það var Carol Larson sem deildi myndbandi á TikTok, þar sem hún sýnir hvernig hún hengir upp föt á herðatré á undravert stuttum tíma. Hún byrjar á því að stinga öðrum handleggnum í gegnum hálsmálið á bol og tekur svo þann næsta og næsta – þar til hún grípur bunka af herðatrjám og stingur þeim snilldarlega inn undir flíkurnar. Þannig sparar hún tíma með að beygja sig niður eftir hverri flík. Carol hefur fengið yfir milljón „like“ á myndbandið sem margir hrósa henni fyrir. Þessi aðferð ætti að henta stórum fjölskyldum vel, sem eru stanslaust í kappi við tímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert