Sápan sem krakkarnir elska

Nýjar vinsælar sápur frá Humdakin fyrir krakkagormana okkar.
Nýjar vinsælar sápur frá Humdakin fyrir krakkagormana okkar. Mbl.is/Humdakin

Nú eru fáanlegar sápur frá Humdakin fyrir krakka, og þetta eru engar venjulegar sápur því það er óhætt að segja að þær séu margnota.

Hér er um að ræða „3-in-1“-sápur fyrir yngri kynslóðina sem nota má fyrir handþvott, líkamsþvott eða sem froðubað – og þá er markmiðinu náð, því enginn krakki slær hendinni á móti góðri skemmtun í froðubaði. Sápurnar innihalda hunang og myntu, og ilma eins og tyggjó. Þær eru súlfatlausar en ólífuolíu er bætt saman við blönduna til að næra hendurnar betur í þvottinum.

Sápurnar koma í tveimur útfærslum, eða „Fairytale og Wild animals“ – og þess má geta að fyrir hverja sápu sem selst, gefur Humdakin 100 krónur til samtaka sem stuðla að bættum kjörum barna í Danmörku. Sápurnar fást hér á landi í Epal. 

Sápurnar innihalda hunang og myntu og ilma eins og tyggjó.
Sápurnar innihalda hunang og myntu og ilma eins og tyggjó. Mbl.is/Humdakin
Hér er um að ræða „3-in-1“-sápur fyrir yngri kynslóðina sem …
Hér er um að ræða „3-in-1“-sápur fyrir yngri kynslóðina sem nota má fyrir handþvott, líkamsþvott eða sem froðubað. Mbl.is/Humdakin
mbl.is