Breskir framleiðendur bjóða bjórkippur á sterum

Lífið í samkomubanni þar ytra hefur fengið marga til að endurhugsa markaðssetningu fyrirtækja. Í Bretlandi færðu til dæmis bjórkippur í yfirstærð!

Það er mikið að gera hjá póstinum í Bretlandi þessa dagana, þegar fólk situr heima sökum samkomubanns. Og það er á slíkum tímum sem margur fer að hugsa hvernig best sé að nálgast viðskiptavini sína með nýjum hætti.

Bruggverksmiðjan Springwell Pils býður til dæmis viðskiptavinum upp á lengstu bjórkippu sem sést hefur til þessa því þetta er sannkölluð rúta eða langferðabíll miðað við stærð. Í kassanum eru hvorki meira né minna en 99 dósir, sem myndu nægja til að fylla heilt baðkar! En fyrirtækið langaði að gera eitthvað sérstakt til að fagna opnun nýrrar bruggverksmiðju í Leeds. Þeir segja í fréttatilkynningu að „rútan“ sé upplögð að eiga þegar allt verði opnað á ný og hægt sé að skála aftur með vinum.

Þessi langa pakkning vegur hvorki meira né minna en 40 kíló og er keyrð upp að dyrum til þeirra sem panta. Og það besta er að kassinn er sirka tveir metrar á lengd, svo engar áhyggjur af fjarlægðarmörkum sökum veirunnar.

Það má vel bjóða í gott partí með þessari „kippu“.
Það má vel bjóða í gott partí með þessari „kippu“. Mbl.is/Mercury Press
Bruggverksmiðjan Springwell Pils býður viðskiptavinum sínum upp á lengstu bjórkippu …
Bruggverksmiðjan Springwell Pils býður viðskiptavinum sínum upp á lengstu bjórkippu sem sést hefur til þessa. Mbl.is/Mercury Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert